Sælir eru einfaldir

Skyldi sagan frá 1918 vera að endurtaka sig? Þá var þjóðin búin að þola kreppu vegna heimsstyrjaldar, inflúensan skæða sem kölluð var spænska veikin herjaði grimmt á landsmenn, það var eldgos í Kötlu og mitt í þessu öllu saman voru Íslendingar að bjástra við að verða fullvalda þjóð.

Núna má segja að kreppan hafi skollið á vegna heimsstyrjaldar á fjármálamörkuðum, svínaflensan er af svipuðum rótum og spænska veikin, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli og gæti breiðst út í Kötlu og fullveldið er einnig í brennidepli og ekki ljóst hvort við höldum því eða verðum að beygja okkur undir AGS, ESB eða aðrar skammstafanir.

Þessi líkindi eða tengsl framkölluðu þó fyrst gæsahúð hjá mér þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur birtist í sjónvarpinu. Þá fóru einhverjar bjöllur að hringja og ég hugsaði um skáldsöguna Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson. Sú bók gerist í skugga Kötlugoss og spænsku veikinnar 1918 og einn aðaldrifkrafturinn í sögunni heitir einmitt Páll Einarsson. Hann er kallaði Kölski og hlutverk hans er að eitra líf Gríms, læknisins sem berst við ofurefli spænsku veikinnar. Grímur Elliðagrímur er mikill græðari og ídealisti. Kannski er Steingrímur Joð holdgervingur hans í dag.

Ég ætla samt ekki jarðeðlisfræðingnum það hlutverk að reyna að hindra björgunarstörf Gríms og félaga eða leggja lífa hans í rúst á sex dögum eins og í bókinni. En hugsanlega er einhver annar Kölski þar á ferð, hver veit?

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband