Línurnar í lag

Ástkæru eiginkonur og unnustur. Bóndadagurinn nálgast og nú ber ykkur að sinna frumþörfum makans eftir kúnstarinnar reglum. Það besta sem þið getið gefið bóndanum er að koma línunum í lag. Vinsamlegast kippið þessu í liðinn hið snarasta og lítið út eins og Salma Hayek þegar þorrinn gengur í garð. Þá munið þið uppskera ríkulega.

Ég er ekki að fara fram á geggjaða líkamsrækt eða gjörbreytt mataræði. Slíkt streð tæki líka of langan tíma. Nei, ég er að vísa í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem verslun ein hvetur konur til að fjárfesta í svokölluðum aðhaldsbolum undir slagorðinu Línurnar í lag fyrir bóndadag. Fyrirsætan í auglýsingunni klæðist slíkri flík og lítur bara ágætlega út.

Ágæta kvenþjóð. Þetta er sumsé sáraeinfalt. Kaupið aðhaldsbol, jafnvel aðhaldsbrók líka, aðhaldssokkabuxur ef þær fást og hugsanlega push-up brjóstahaldara. Þá er málið leyst og þið lítið vel út fyrir bóndann. Það þarf ekki meira til. Karlmenn hafa einfaldan smekk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín M.

en kallar það ekki á að mennirnir verði vonsviknir, fari svo að konan þurfi að fara úr þessu aðhaldi? ég bara spyr...

Katrín M., 20.1.2010 kl. 11:49

2 identicon

Ég vænti þess að það sama gildi þá um karlana á konudag?

Valdís (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 12:03

3 Smámynd: Stefán Þór Sæmundsson

Ég var nú ekki farinn að hugsa svona langt, Kata. Þetta kom heldur ekki fram í auglýsingunni. Ætli maður verði ekki bara að nota gömlu ráðin þegar aðhaldinu sleppir, slökkva ljósin, fá sér augnleppa, sturta í sig vodkaflösku eða loka augunum og ímynda sér að Salma Hayek eða Katrín Zeta sé mætt á svæðið! En í alvöru talað þá er ekkert athugavert við smávegis hold. Ekki heldur hár, ef út í það er farið. Allt er þetta í hæsta máta náttúrulegt.

Til allrar hamingju, Valdís, þurfum við karlmenn ekki að gangast undir svona stranga staðla. Ég segi bara eins og skáldið: Mín að telja afrek öll/ ekki er nokkur vegur./ Ég hef ístru, ég hef böll,/ ég er guðdómlegur! - Já, það er tiltölulega einfalt að vera karlmaður.

Stefán Þór Sæmundsson, 21.1.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband