Áfram veginn

Ţá er 17. júní liđinn og skólaáriđ í MA ţar međ á enda. Enn er svo sem eitthvađ viđ ađ vera í skólanum, s.s. uppgjör og tiltekt og áđur en langt um líđur verđur mađur kominn aftur til starfa viđ undirbúning í ágústmánuđi. Mér telst til ađ ţetta hafi veriđ fimmtánda áriđ mitt viđ kennslu en fyrst var ég reyndar stundakennari og var jafnframt í námi í uppeldis- og kennslufrćđi viđ Háskólann á Akureyri. Kennslan greip mig strax og ţótt blađamennskan 8 árin ţar á undan hafi oft veriđ fjölbreytt og skemmtileg hefur kennslan veriđ mun gjöfulla starf. Kannski ekki í peningum, sérstaklega ekki framan af. En mikiđ hefur tíminn liđiđ hratt.

Međfram kennslunni í MA hef ég gripiđ í ýmis aukastörf, s.s. fjarkennslu viđ VMA, stundakennslu viđ Háskólann og Myndlistaskólann, ţýđingar og blađamennsku. Raunar var ég íţróttafréttaritari á Mogganum fyrstu 12 kennsluárin mín. Ţá var ég forvarnafulltrúi MA í 10 ár, auk ţess ađ vera íslenskukennari í fullu starfi. Síđasta haust hóf ég síđan meistaranám samhliđa kennslunni ţannig ađ í rauninni hef ég aldrei prófađ ađ vera bara kennari í MA, ađ fullu og öllu leyti. Ćtli ég haldi ekki áfram í náminu nćsta vetur og ţá hef ég lofađ mér í dálitla aukavinnu á öđrum stađ.

Ţađ er af og frá ađ ég ćtli ađ kvarta yfir ţví ađ hafa of mikiđ ađ gera. Mér hefur alltaf ţótt gaman ađ vinna. Líka viđ innréttingasmíđi, vegagerđ, handlang í byggingavinnu, rćstingar og fleira. En auđvitađ vćri gaman ađ hafa tíma fyrir ýmis hugđarefni, s.s. ađ klára skáldsöguna, klífa fleiri fjöll eđa gerast ćttrćkinn mjög og félagsmálatröll. Ah, ţarna datt ég niđur á lausnina. Best ađ ég klári skáldsöguna í sumar og slái í gegn um jólin. Ţá verđ ég keyptur og seldur og kannski ţýddur og mala gull og hef nćgan tíma til ađ vera bara kennari. Og ţó. Ćtli komi ekki fram krafa um fleiri bćkur og raunar var ég eitthvađ byrjađur ađ hugsa um nćsta sögu. Best ađ klára ţessa fyrst.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband