Hýr á brá

Bros og bjartsýni lífga sannarlega upp á tilveruna og því var kærkomið að sjá Margréti Blöndal bregða fyrir í sjónvarpsfréttum á dögunum. Alltaf svo hýr á brá, þessi elska, og fréttin og viðtölin um garðrækt Akureyringa var létt og skemmtileg og laus við þjáningar og þrautir. Það væri gaman að fá meira frá Möggu í sjónvarpi allra landsmanna. Það var ekki síst henni að þakka að Akureyringum tókst að breyta ásýnd fjölskylduhátíðarinnar um síðustu verslunarmannahelgi og frosin ásjóna sumra fréttamanna, þurrar upplýsingar og bölsýnistal þarfnast líka yfirhalningar.

Mér finnst Möggu takast að vera ljúf og góð, ljóshærð og broshýr án þess að virka væmin eða veruleikafirrt. Kannski er ég bara farinn að mildast með aldrinum. Ekki þoldi ég ónefnda útvarpskonu sem var annáluð fyrir væmni og rómantík hér áður fyrr og var sögð hafa flutt Valentínusardaginn til landsins. Nú á ég hins vegar orðið bágt með að þola þegar fjölmiðlarnir reyna að búa til ágreining úr öllu og blása upp allt hið neikvæða í kringum okkur. Brosum með hjartanu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Innilega sammála þér Stefán,Margrét Blöndal er besta útvarpskona á íslandi í dag,hún er mjög skemmtileg,góður húmor,með yndislegustu útvarpsrödd sem til,seiðandi,mjúk,og glaðlind,maður fer alltaf í gott skap þegar maður heyrir í þessari elsku,svo getur hún gert hundleiðinlega viðmælendur að skemmtilegu umræðum,því ekki vantar hana færnina til þess,svo er líka svo mart skemmtilegt fólk um allt norðurlandið,enda fer Margrét vítt um landið,já maður verður mjög fróður eftir þættina hennar,en ekki vill ég missa Margréti mína í sjónvarpið,þar sem ég er við keyrslu um land allt,þá vill ég ekki missa drottninguna mín úr útvarpinu,nema þeir sjónvarpi og útvarpi á sama tíma,ég missi aldrei af þætti hennar MARGRÉTI BLÖNDAL,HÚN ER FRÁBÆR,ÞETTA ER GULLKISTA RÁSAR TVÖ.kær kveðja. konungur þjóðveganna. 

Jóhannes Guðnason, 6.6.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Margblessaður Stebbi!

Jóhannes hinn hressi er nú búin að segja allt sem segja þarf auk þín og rúmlega það um Mögguna, nema hvað að hún er nú um nokkuð langt ´skeið nú búin að birtast alltaf annars lagið í Kastljósinu auk í fréttum! Þú hefur greinilega misst af henni síðast í Kastljósinu, (frá í gær eða fyrradag) því þá spjallaði hún við minn gamla góðkunningja innan úr sveit, (og svei mér er gæti nú sem best verið frændi þinn?) Helga Þórs í tilefni þess að leikritið hans Vínland hjá Freyvangsleikhúsinu var valin áhuggamannaleiksýning ársins!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.6.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband