7.9.2009 | 13:47
Á tindinum
Tindur heitir vrh á slóvensku ef ég man rétt. En það er víðar hægt að ganga en í Slóveníu. Við hjónin notuðum sumaraukann um helgina ágætlega. Reyndar þurfti ég að sitja í Háskólanum fram eftir laugardeginum en síðan fórum við í góðan berjamó og þar á eftir í gönguferð í Naustaborgum í yndislegu veðri.
Á sunnudaginn ókum við upp í Hlíðarfjall og lögðum bílnum við stólalyftuna, Fjarkann. Gengum svo upp á topp og nutum kyrrðar og útsýnis. Kannski maður taki með sér þoturass næst og leiki sér í snjónum á Vindheimajökli. Þetta var fínasta ganga og eru nokkrar myndir komnar inn í myndasafnið.
Á toppi Hlíðarfjalls.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.