Saftmeistarinn

Ég hef aldrei búið til sultu eða hlaup. Fyrr en nú. Réttara sagt, ég reyndi að búa til hlaup. Úr varð þessi fína rifsberjasaft. Þrátt fyrir vísindalega nákvæmni og natni vildi saftin ekki hlaupa. Konan mín prófaði svo að gera hlaup eftir frumstæðri uppskrift og það tókst ljómandi vel án nokkurrar fyrirhafnar. Gott hjá henni en sjálfsmynd mín var í molum.

Til að bæta úr þessu ákvað ég að búa til hlaup ársins. Ég notaði bláber, aðalbláber, krækiber, græn epli, rifsber, sítrónusafa og sykur. Ég vandaði mig óskaplega og gætti þess að nota ekki óþarflega mikið vatn eins og í rifsberjasaftinni. Jæja, þetta bláa glundur er komið í nokkrar krukkur, alveg lapþunnt en afskaplega bragðgott.

Ég gef mig nú út fyrir að vera mikill saftmeistari, til að bjarga andlitinu af því að ég get ekki búið til hlaup. Þetta hefur verið álíka misheppnað og tilraunir mínar til gerbaksturs. Ætli ég verði ekki bara að viðurkenna vanmátt minn. Ég er ekki nógu snjall í þessum kvenlegu dygðum þótt ég kunni að elda, strauja og festa tölur í skyrtu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband