Er að?

Ég er að gera ráð fyrir... sagði veðurfréttakona á Stöð 2 tvívegis í kvöld. Ekki lét hún þar við sitja heldur sagði einnig: Ég er að reikna með...

Hvað er að?

Er að hvað?

Mér finnst fullgott að segja: Ég geri ráð fyrir góðu veðri eða ég reikna með góðu veðri. Þannig hafa Íslendingar komist að orði frá örófi alda. Þessu ER AÐ skrípi er gjörsamlega ofaukið. Svo má líka efast um tilgang þess að blanda sjálfum sér í spádóma Veðurstofunnar eins og tíðkast á Stöð 2 og kynna spána í fyrstu persónu. Það er svo annað mál.

Annað sem tengist veðri. Við hjónin vorum í Mývatnssveit og Þingeyjarsveit um helgina. Veðrið var yndislegt en viðvaranir um manndrápshita í dag gengu ekki eftir og skeikaði ansi miklu. Það var góðu lagi enda 14-17 stig bara gott í september.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband