Sárabætur

P5010119

Við skruppum niður í bæ í ágætis veðri til að sjá Sindra og fleiri spila á gítar og lentum þá í kröfugöngunni. Allt fór þetta ljómandi vel fram og fjölmargir á ferð. Upp kom gamall baráttuandi og maður var farinn að humma Nallann en svo var líka gaman að hitta fólk eftir þá hálfgerðu einangrun sem maður hefur verið í svona á köflum.

 

Hér má sá Sindra og fleiri munda slaggígjur sínar og einnig er mynd af okkur Eyrúnu með tengdapabba í baksýn. Við hjónin fórum svo með tengdapabba á Bláu könnuna. Smá sárabót fyrir Stokkhólmsferðina sem við neyddumst til að aflýsa vegna veikinda minna. Okkur langaði reyndar afskaplega mikið á tónleika á Græna hattinum í kvöld en það hefði verið full mikið af því góða. Hins vegar skruppum við hjónin á Rub 23 í gærkvöld og fengum frábæran mat. Eins og ég segi, smá sárabót er alltaf vel þegin. 

P5010123 Já og um að gera að brosa dálítið í sólinni. Þetta hlýtur allt saman að vera á uppleið. Við hljótum að komast upp úr farinu, hvaða leið sem verður valin. Frá lýðveldisstofnun höfum við Íslendingar á allan hátt verið Kanamellur og sleikt upp ameríska hagfræði og lífsstíl. Nú er annað hvort að treysta böndin við önnur Evrópulönd eða reyna að endurheimta sjálfstæði okkar og sérstöðu og lifa af landsins gæðum. Sennilega er það fjarlæg og rómantísk sýn og staða okkar þannig að líklega er best að skoða hvað ESB hefur upp á að bjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Við erum fín í sólinni Stefán, sæl og glöð og greinilega í baráttuhug.

Það þýðir ekki að kvarta og kveina, satt er það. Læt ESB liggja á milli hluta þar til mér verða kynnt þau mál ítarlega...ekki veitir af. Bestu þakkir fyrir góða stund í Hálsakoti í dag, farðu vel með þig og þína

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 4.5.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband