22.4.2009 | 14:47
Bræðsluvélin
Það var óskaplega indælt að vera í afahlutverkinu í páskaleyfinu þótt maður væri gamall og boginn - og ætti síðan eftir að bogna meira og bresta en það er nú önnur saga. Silja Marín var oft hin kátasta og hér er engu líkara en að hún sé að syngja Sjá dagar koma. Hún undi sér yfirleitt vel hjá afa sínum og ömmu og ef ekki... þá var alltaf hægt að skila blessuðu barninu til foreldranna!
Á neðri myndinni skríkir sú stutta enda verið að leika við hana og nóg af skemmtilegu dóti í kring. Þegar hún brosir fer bræðsluvélin í gang, eins og pabbi hennar segir. Já, henni tekst að bræða mörg hjörtu og jafnvel gamlir ljósastaurar syngja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.