22.4.2009 | 13:40
Leikur
Ég geri mér ekki oft ferð til að góna á knattspyrnu í áskriftarsjónvarpi en gerði það í gær og hitti á góðan leik í. Gaman að sjá Arshawin skora fjögur á móti Liverpool. Og skrambi er nú Torres alltaf góður. Það er mesti munur að sjá góðan sóknarbolta og helling af mörkum. Skítt með það hvað liðin heita.
Annars er högum mínum háttað þannig þessa dagana að ég leita mikið í afþreyingarefni. Núna var ég t.d. að horfa á Naked gun og hlæja eins og fífl þótt ég hafi séð myndina mörgum sinnum. Í morgun lauk ég við Land tækifæranna sem ég byrjaði á í gær. Ágætasti reyfari eftir Ævar Örn og hittir í mark. Það eina sem skemmdi fyrir var að ég sá alltaf fyrir mér lúðann með lóna í andlitinu þegar persónan Árni kom við sögu og því miður er hinn stæðilegi rumur, Guðni, orðinn að kettinum Kela fyrir augum mér. Hræðilegt að það skuli vera búið að færa þessar persónur yfir í sjónvarpsþætti. Það á að banna mönnum að taka ímyndunaraflið og innlifunina frá manni. Búið til ykkar eigin handrit að sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Látið skáldsögurnar í friði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.