4.4.2009 | 13:34
Engin vandræði í Árbænum
Þar sem rafmagn fór ekki af hluta Árbæjar eða Vesturbæjar í morgun voru engar slíkar stórfréttir í fjölmiðlum. Hins vegar var rafmagnslaust á Akureyri og sjálfsagt hafa mörg þúsund manns lent í vandræðum í verslunarferðum eða í öðrum erindum skömmu fyrir hádegi. Ég var rétt sloppinn út í bíl með helgarinnkaupin þegar allt fraus. Ekki hefði ég viljað vera við kassann og dúsa þar í meira en hálftíma eða skila öllum vörunum. Til að fá skýringar á þessu hlustaði ég á hádegisfréttir útvarps allra landsmanna en ekkert var minnst á þennan atburð. Ég leitaði þá á vefmiðlum, mbl.is, visir.is, dagur.net, akureyri.net, vikudagur.is en alliir þögðu þeir þunnu hljóði. Þetta hefði svo sem ekkert heyrt til tíðinda í gamla daga þegar rafmagn var alltaf að fara af vegna krapa í Laxá en það ætti eiginlega að þykja frétt í dag, þó ekki væri nema örlítið hjúman intrest frá landsbyggðinni.
Athugasemdir
Ég tók einmitt líka eftir þessu og "furðaði mig". Ekki staf að sjá.
Eini fréttavefurinn sem eitthvað minntist á þetta er vefur fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri, Landpósturinn. Þar birtist nokkurra línu "frétt" um rafmagnsleysið en engin tilraun gerð til að útskýra málið fyrir lesendum með því að t.d. hafa samband við veitufyrirtæki og spyrjast fyrir um orsakir rafmagnsleysisins.
Þess utan er hin stuttaralega "frétt" svo grátlega illa skrifuð og fram sett að mér lá við uppsölu við lesturinn. Ég gafst upp við að reyna að telja saman mál- og stafsetningarvillurnar í þessum þremur setningum - og er ég þó ýmsu vanur úr þessum bransa.
En vonandi eru nemendur skólaðir almennilega til þarna :)
Valur (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.