Indíánagufa á Akureyri

Eftir að hafa verið byrlað fræjum og seyði var mér hent inn í sjóðheitt sána og allur ósómi spýttist út um svitaholurnar. Hafi einhver streita setið eftir sáu græðandi hendur um að losa um hana á eftir. Og svo meiri gufa, meiri hiti, sviti, hreinsun, slökun, skrúbbun, seyði, olíur, ilmur, ávextir. Það var innilega tómur, slakur og áhyggjulaus maður (og örugglega með heimskulegt glott þvert yfir andlitið) sem rölti heim eftir tveggja tíma prógramm í Heilsukjarnanum í Sundlaug Akureyrar. Þetta kallast víst indíánagufubað og maður má ekki segja allt of mikið frá því sem þar fer fram en mér finnst að minnsta kosti óhætt að mæla með þessari hreinsun. Flestum veitir ekki af því að losna við þrjú grömm af streitu og nokkra dropa af ergelsi. Út með allt draslið, inn með frið og ró.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

pant, en ein ástæðan að snúa heim, Akureyringar komnir með indiánagufubað

Brynja (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:16

2 identicon

Þessi lýsing var farin að hljóma ansi spennandi, þessar strjúkandi hendur, ilmur og olíur.  Og öll þessi losun á líkamsvessum?!  Var þetta alveg örugglega allt löglegt?  Veit frú Björg af þessu?  Hvar kemst ég í svona fínerí?

Þorsteinn (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Stefán Þór Sæmundsson

Tja, löglegt? Það hlýtur að vera. Veit ekki með siðferðið. Sleppur kannski til. Eitt er víst að maður er í góðum höndum þarna, frændi sæll. Þú getur litið á möguleikana á heilsukjarninn.is en sumt af því sem þarna fer fram er þess eðlis að varla er hægt að lýsa fyrir alþjóð. Það sem þú sérð og heyrir hér geymir þú með sjálfum þér.

Stefán Þór Sæmundsson, 28.3.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband