Stórkostleg kjarabót

Það er gjörsamlega undravert hvað maður er alltaf að græða alveg viðurstyggilega mikið og veður bókstaflega í ómótstæðilegum tilboðum sem fráleitt er að láta fram hjá sér fara og því heillavænlegt að fylgjast glöggt með hverju andvarpi eða hvísli þar sem töfraorðin tilboð eða verðlækkun koma fyrir. Sem dæmi má nefna verðlækkanir á bensíni. Til allrar hamingju virðist lækkunin ætla að nema nokkrum krónum núna en mér var öllum lokið á dögunum þegar auglýst var að lítrinn hefði lækkað úr 144,4 krónum í 143,4 krónur og um þetta birtust fréttir á vef og prenti.

Hvað þýðir lækkun bensínlítrans um eina krónu fyrir meðaljón eins og mig? Jú, ég borga 45 krónum minna fyrir að fylla tankinn sem endist í 10-14 daga.

Já, 45 krónur græði ég. Kannski 90 krónur á mánuði. Er það frétt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband