2.3.2009 | 09:09
Kjóllinn
Silja Marín Styrmisdóttir í skírnarkjólnum úr móðurætt hennar, Grundarkjólnum gamla frá 1915. Flestir eða allir í minni fjölskyldu hafa verið skírðir í þessum kjól allar götur síðan og framan af var hann víst lánaður vítt um eyfirskar sveitir þannig að þau eru ófá börnin sem hafa mátað flíkina. Ef barn fæðist í fjölskyldunni 2015 og kjólinn verður enn í heilu lagi mætti segja mér að yrði mikið um dýrðir, Mogginn kallaður til og ekki verra ef skírt yrði í kirkju langalangafa, Grundarkirkju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.