2.3.2009 | 08:59
SMS
Þá er spennunni aflétt, dótturdóttir mín hefur fengið nafnið Silja Marín og ber það mjög vel. Við erum að sjálfsögðu afar sæl með þetta allt saman þótt erfitt verði að hætta að tala um krílið, dúlluna, krúttið, stelpuna, skottið og allt það. Nafnið hljómar vel og getur hentað lífeðlisfræðingi, fréttamanni, rithöfundi eða hagsýnni húsmóður, allt eftir behag og hvernig samfélagið verður í laginu. Silja Marín Styrmisdóttir fær svo þessa ágætu skammstöfun, SMS. Meðfylgjandi er mynd af tertunni, sem var bæði falleg og góð og veislan á sunnudaginn í heild fyrirtak.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.