Heimsókn

Afinn og afakrílið Við skruppum suður til að heimsækja afa- og ömmukrílið og það var sannarlega yndislegt. Stúlkan er ríflega mánaðargömul og farin að brosa talsvert og geifla sig. Hér er hún að glotta við afa sínum eftir góðan göngutúr um Ægissíðuna í öflugum vagni með uppblásnum dekkjum. Algjört tryllitæki miðað við það sem maður var að ýta á undan sér hérna í gamla daga.

Heimsókn okkar gerði það að verkum að Auður og Styrmir komust í fyrsta sinn út úr húsi saman síðan telpan fæddist og afinn og amman og móðurbróðirinn tóku hlutverk sitt að sjálfsögðu mjög alvarlega en mér skilst að meginhlutverk okkar sé að ofdekra barnið. Alveg frábært hlutverk, skal ég segja ykkur. Ég hefði alveg viljað verða afi fyrr, svo skemmtilegt er það. Jæja, það líður svo ekki á löngu þar til við brennum suður aftur og auðvitað er ekkert mál að skjótast á milli þegar vel viðrar.

Um helgina stóð manni nákvæmlega á sama um allt Seðlabankakarp og annan grautargang hjá stjórnvöldum. Ég vona samt enn sem fyrr að þessum blessuðu stjórnmálamönnum og embættismönnum auðnist að vinna saman í þágu þjóðarinnar í stað þess að berast sífellt á pólitískum banaspjótum. Þetta er oft hreinasta lágkúra og ég nenni ekki að hlusta á vitleysuna dag eftir dag. Lífið hefur upp á svo margt skemmtilegra að bjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afahlutverkið fer þér vel....gamli og vonandi mun þjóðin upp rísa í þágu allra barnanna

Brynja (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:00

2 identicon

Sæt mynd af ykkur afginum (því ætti orðið afgin ekki að vera í lagi eins og t.d. feðgin?)

Þökkum fyrir góða heimsókn og pössunina

Dóttirin og dótturdóttirin (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband