Fótspor fjöldans

Ég hef aldrei farið í ljós, ég sá ekki Titanic í bíó, ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn, held hvorki með Liverpool né Manchester United, horfi ekki á Idol eða sambærilega þætti, greiði ekki atkvæði í Eurovision, hef aldrei lesið erótískt blogg Ellýjar Ármanns, á ekki farsíma með myndavél, ekki heldur flatsjónvarp, ég kaupi ekki lottómiða, ég á ekki gasgrill, ég hef ekki skuldbreytt láninu frá Íbúðalánasjóði, ég les ekki Sjónvarpsdagskrána frá Ásprenti/Stíl og ég hef enga lyst á því að blogga hér þar sem hálf þjóðin hefur hreiðrað um sig.

Tíminn vill ekki tengja sig við mig - eða er það öfugt? Að minnsta kosti er ljóst að ég fer sjaldan í fótspor fjöldans. Einhverjir verða jú að vera í minnihluta, annars væri hann ekki til. Ekki það að ég gangi viljandi á afturfótum tíðarandans eða hjarta mitt sé klökkt af samúð með hinu litla og smáa í veröldinni. Ég er bara ég.

 Far vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband