Myndrænt og vænt

Mikið svakalega eru sjálfstæðismenn flottir og miklir yfirburðamenn á flestum sviðum. Þetta er göldrum líkast. Sjáið bara hvernig þeir hafa saltað Samfylkinguna eftir landsfundahelgina. Ég veit svo sem ekki mikið um málefnin sem þar voru rædd og kynnt, enda iðulega orðagjálfur og trúarjátningar, en myndirnar, kynningin og umfjöllunin er svo sannarlega á bandi sjallanna. Að hjartarótum okkar seytla tilfinningar eins og traust, aðdáun, lotning, virðing, hlýja, vinsemd, öryggi, ást og fleira í sama dúr þegar við sjáum myndir frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Myndir af landsfundi Samfylkingar endurspegla hins vegar eitthvað smátt og sundurlaust, tæting og glundroða.

Hví slæ ég þessu fram? Jú, með því að lesa í myndirnar. Flettið nú í gegnum blöðin og sjáið allar ljósmyndarnar frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega Moggamyndirnar. Þær eru teknar með músarsjónarhorni, þ.e. fyrir neðan viðfangsefnið. Við horfum upp til Geirs Haarde og Þorgerðar Katrínar. Annað hvort er hann einn eða þau standa þétt saman. Þau fylla vel út í gullinsniðið í myndrammanum. Þau eru stór, við lítum upp til þeirra. Þau er traustvekjandi. Bakgrunnurinn er landið  okkar hreina, grænt og fagurblátt. Þetta eru fullkomnar áróðursmyndir og mann dauðlangar að dansa með og vera í sigurliðinu.

Í Mogganum var svo sýnt frá Samfylkingarfundinum. Sjónarhornið var nú jafnræðissjónarhorn eða jafnvel fuglssjónarhorn. Litið var niður á samfylkingarfólk sem sat dreift um salinn með alls konar svip og í alls konar stellingum. Greinilega sundurleit hjörð. Enginn bakgrunnur, bara litlir einstaklingar á víð og dreif. Hver treystir svona liði?

Djöfull er þetta snjallt! 


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég ánægð að einhver bendir á þetta. Þessi framsetning er búin að vera nákvæmlega eins og þú lýsir og jú, hún er snjöll. Þeir vita sko alveg hvernig á að gera þetta þessir sérfræðingar í áróðurstækni. Ætli þeir séu til í að bjóða upp á námskeið í þessu fyrir hina eymingjana sem greinilega ekkert kunna, allavega ef marka má skoðanakannanir?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband