Sykurmafían

Merkilegt hvað kaupmönnum er umhugað um að troða í mann sykri. Gjarnan er sælgæti og sykurkex á tilboði í matvöruverslunum (og svo lækkuðu þessar vörur meira en aðrar á dögunum) og þótt maður komist óbrenglaður fram hjá hraukuðum hillum vandast málið þegar að afgreiðslukassanum kemur. Þar er búið að hrúga sætindum allt í kringum kassann þannig að nánast ómögulegt er að greiða fyrir matvöruna án þess að súkkulaðistykki fljóti með eða brjóstsykurspoki hreinlega detti niður á færibandið hjá manni. Sælgætissalar kaupa sér auðvitað hillupláss í verslunum til að egna fyrir fólki (koma vöru sinni á framfæri, gera hana sýnilega, eins og það heitir sjálfsagt) enda markmiðið að sýna sem mesta söluaukningu. Þannig hafa gosdrykkjaframleiðendur t.d. blekkt okkur til þess að kaupa ávallt meira gos en við þurfum á að halda því mun hagstæðara er að kaupa 2 lítra en hálfan lítra, miðað við lítraverð. Mér segir svo hugur um að vínsalar muni beita svipuðum aðferðum þegar þeir fá loks inni hjá kaupmanninum. Ég hvet alla til að hætta að taka þátt í þessari vitleysu. Þegar mig langar í kók með laugardagsnamminu kaupi ég litla kók í gleri. Það er alveg nóg - og auk þess miklu betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband