Skýjaglópar á Akureyri

P1090067 Skýjaglópar á Akureyri fengu eitthvað fyrir sinn snúð í dag og vonandi hafa ekki allir verið of niðurlútir eða uppteknir við að þræða útsölur með brjálæðisglampa í augum. Fegurð himinsins var nefnilega áþreifanleg. Þar var glampinn, birtan og vonin.

 

 

 

 

 

P1090069 Ætli þetta kallist ekki glitský á máli fræðimanna. Sjálfsagt talsvert kaldara þarna hátt uppi en niðri við jörðina þar sem hlákan vann á snjófjöllunum og þakið hreinsaði loks af sér jólaskrautið.

Ég rauk út og tók nokkrar myndir og kannski verður þetta til þess að ég fer að blogga á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband